Skálmöld - Að Hausti lyrics

[Skálmöld - Að Hausti lyrics]

Tveimur jafnfljótum
Tiplar yfir sandinn

Landið suður lokkar

Tíminn hálfnaður
Sömuleiðis vandinn

Andið svala okkar

Enginn þekkir til
Gjörða eða göngu

Vona sinna valdur

Gömlu konunnar
Endur fyrir löngu

Kona vindur kaldur

Skórinn Gatslitinn


Skörð eru í kápu

Lækir frosnir leka

Skemmir göngu með
Sögum eða drápu

Flækir ísinn fleka

Reynslan Æskune
Rúði inn að skinni

Tapa laufin trjánum

Rífur gömul sár
Slitrótt bernskuminni

Gapa klettar gjánum

Það var haust, við þögðum
Allt vort traust, við á þig lögðum
Endalaust en lítið sögðum
Það var haust, við þöðum

Ferðast einsömul
Fararskjótinn enginn

Gjánum klettar gapa

Félagsskapurinn allur
Úr sér genginn

Trjánum laufin tapa

Kaldur vindurinn
Klónum sínum sekkur

Fleka ísinn flækir

Krækiberjablá
Lækjarvatnið drekkur

Leka frosnir lækir

Liðið sumarið
Lækkar sól og dofnar

Kaldur vindur kona

Leggst þar undir stein
Örmagna og sofnar

Valdur sinna vona

Leikur andlitið
Ljósrauð morgunglæta

Okkar svala andið

Líkt og Brynhildar
Goðin hennar gæta

Lokkar suður-landið

Það var haust, við þögðum
Allt vort traust, við á þig lögðum

Endalaust en lítið sögðum
Það var haust [2x], við þögðum
Það var haust, í sárum

Allt vort traust, við á þig bárum
Endalaust en lítið sögðum
Það var haust [2x], við þögðum
Það var haust, í klettum

Allt vort traust, við á þig settum
Endalaust en lítið sögðum
Það var haust [2x], við þögðum

Interpretation for


Add Interpretation

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z #
Interpret